Við bjóðum uppá 14 Trackman herma í rúmgóðum básum. Við hönnun básanna var lögð mikil áhersla á gæði lýsingar og góða hljóðvist til að hámarka upplifun golfarans.
Þú getur valið um tvo sali, í stærri salnum eru átta hermar og í þeim minni eru þeir sex.
Golfhermarnir frá Trackman eru þeir nákvæmustu á markaðnum og hafa sýnt sig og sannað í gæðum og upplifun kylfinga undanfarin ár. Þeir greina öll högg sem þú slærð og gefa þér endurgjöf sem þú getur nýtt þér til skemmtunar eða lærdóms.
Margir af fremstu atvinnumönnum heims nýta sér Trackman við sínar æfingar.
Horfðu á myndbandið til þess að kynnast Trackman frekar og þeim möguleikum sem í boði eru.
Með því að hlaða niður Trackman appinu nýtir þú tímann í herminum enn betur. Það tekur einungis nokkrar sekúndur að skrá sig inn í kerfið í upphafi leiks eða áður en þú hefur æfingar.
Þú gerir Quick Log-in í appinu, skannar svo QR kóðann og byrjar að slá. Appið heldur svo utan um allar upplýsingar um höggin þín og hringina sem þú spilar. Einfaldara gerist það ekki.
Trackman býður upp á fjölbreytt úrval leikja, æfinga og golfvalla. Í vetur munum við kynna til leiks margar skemmtilegar nýjungar sem framtíðargolfið hefur uppá að bjóða.
Þú getur valið um að spila að degi til eða í ljósaskiptum sem getur verið ólík upplifun á vellinum sem þú spilar. Við mælum með að prófa!
Beint í miðjuna!
Smelltu honum upp að stöng og fáðu fleiri stig en meðspilararnir!
Ýmsir valmöguleikar í boði til að gera keppnina spennandi.
Hversu langt getur þú slegið?
Með nýrri uppfærslu frá Trackman getum við búið til golfmót sem hentar þínum spilahóp.
Tilvalið fyrir spilahópa eða fyrirtæki!
Hér er frábær keppni fyrir par 3 aðdáendur. Hægt að spila á hvaða velli sem er og einungis eru spilaðar par 3 holurnar á vellinum.
Vertu nær en meðspilararnir!
Skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur keppast við að komast sem næst holu og vinna flaggið. Ef þú þorir þá gætir þú jafnvel stolið flagginu.
Í leikjakerfi Trackman getur þú fundið ýmsa leiki sem henta allri fjölskyldunni. Leikirnir eru óháðir getu hvers kylfings og geta því allir sigrað.
Risaeðlur og eldgos á golfvellinum. Einn af fjölmörgum möguleikum sem gera upplifun yngri kylfinga margfalt skemmtilegri.
Kylfingar geta spilað rúmlega 380 glæsilega golfvelli víðsvegar að um heiminn.
Reyndu við þá bestu eða þinn uppáhalds golfvöll og sjáðu hvar þú stendur.
Kíktu endilega á vellina áður en þú mætir í Golfhöllina. Það geturðu gert í símanum þínum, með því að smella á nafnið þeirra hér fyrir neðan, en þá opnast myndband þar sem er flogið yfir hverja braut.
FLOKKUNARKERFIÐ OKKAR:
*Skógarvellir - þröngir/opnir
*Links-vellir - Strandavellir/Innland
*Sjávarvellir - suðrænir
*Eyðimerkur - sand/hraun
*Vötn - Mikið af vötnum/
*Annað
*Blöndur
(1-5) erfiðleikastuðull í Trakcman)
Feitletrun og undirlína = hlekkur / vallarmyndband
PAR 3 VELLIR og/eða stuttir 9 HOLU VELLIR
PGA golfkennari frá árinu 1999
Byrjaði að spila golf árið 1986.
Kenndi golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur 1999-2007 og 2019-2024, hjá GKG 2007-2019.
Derrick hefur fjórum sinnum verið kjörinn kennari ársins af PGA, félagi atvinnukylfinga á Íslandi.