Í Golfhöllinni finnur þú 14 glænýja golfherma af nýjustu gerð frá TrackMan, TrackMan 4. Hermarnir eru þeir nákvæmustu á markaðnum og hafa sýnt sig og sannað í gæðum og upplifun kylfinga undanfarin ár.
Markmið okkar er að byggja upp og þjónusta skemmtilegt samfélag kylfinga á öllum aldri. Það munum við gera með fyrsta flokks aðstöðu, frábærum golfnámskeiðum, skemmtilegum golfmótum og spennandi viðburðum.
Kennarar okkar bjóða upp á kennslu í notkun Trackman herma við æfingar og spil ásamt almennri golfkennslu.
Nánari upplýsingar um kennslu og námskeið má finna hér.
Eigandi og almenn þjónusta
Hóf að einbeita sér að golfi 2012.
Keppnismanneskja frá fornu fari og
hefur gaman af því að taka þátt í golfmótum vítt og breytt.
Forgjöfin er 19.8 og er á leiðinni niður.
Móttaka og almenn þjónusta við viðskiptavini
Byrjaði í golfi 5 ára, árið 2007.
Afreksmaður í áhugagolfi hjá
Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Hefur keppt fyrir hönd Íslands á erlendri grundu.
Forgjöf +0.6
Golfkennsla, Móttaka og almenn þjónusta við viðskiptavini
Byrjaði í golfi í Varna Búlgaríu árið 2008.
Vann 5 ár á Thracian Cliffs og við golfkennslu í 4 ár hjá National Golf Academy í Búlgaríu. Hefur unnið hjá Golfhöllinni frá opnun í október 2021.
Forgjöf 0.
Þú getur sent David tölvupóst á: david@golfhollin.is
Golfkennsla, móttaka og almenn þjónusta
PGA golfkennari frá árinu 2021... byrjaði í golfi 2001.
Fyrrum afreksmaður í handbolta með Fram og Aftureldingu.
Forgjöf 3.2
Þú getur sent Jóni Andra tölvupóst á: jonandri@golfhollin.is
Móttaka og almenn þjónusta við viðskiptavini
Byrjaði í golfi 2ja ára, 2004. Hefur verið í landsliði 18 ára og yngri frá 13 ára aldri og gerðist atvinnumaður í feb 2022 þá 19 ára.
Forgjöf
+4.1
Golfkennsla og fagleg ráðgjöf
PGA golfkennari frá árinu 2008
Byrjaði í golfi 1983, keppti í landsliði Íslands frá 1985-2002.
Kenndi golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sumarið 1986 og hefur verið viðloðandi golfkennslu síðan.
Meðeigandi golfferðafyrirtækisins GolfSögu sem selur kylfingum golfferðir til Spánar.
Nokkrir Íslandsmeistaratitlar á bakinu og forgjöf +0.5
Þú getur sent Röggu tölvupóst á: ragga@golfhollin.is
Í Golfhöllinni er að finna fallegan bar og setustofu. Þar sem boðið er uppá áfenga og óáfenga drykki. Þú getur jafnframt pantað drykki í gegnum QR kóða sem er á öllum básum. Drykkirnir eru svo bornir fram beint í básinn þinn.
Opið er virka daga frá klukkan 10-23, laugardaga og sunnudaga frá 10-21.
Viltu leigja Golfhöllina fyrir viðburð - á eða utan opnunartíma?
Hafðu samband og við gefum þér tilboð um hæl
Takk fyrir að hafa samband, við munum svara við fyrsta tækifæri.
Úbs, eitthvað fór úrskeiðis. Þú getur sent okkur skilaboð á golfhollin@golfhollin.is eða á facebook síðu okkar facebook.com/golfhollin
PGA golfkennari frá árinu 1999
Byrjaði að spila golf árið 1986.
Kenndi golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur 1999-2007 og 2019-2024, hjá GKG 2007-2019.
Derrick hefur fjórum sinnum verið kjörinn kennari ársins af PGA, félagi atvinnukylfinga á Íslandi.